01.08.1913
Neðri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 649 í C-deild Alþingistíðinda. (452)

82. mál, sala hjáleigunnar Mosfellsbringna í Mosfellssveit

Framsögum. (Björn Kristjánsson):

Mér virðist að hæstv. ráðherra (H. H.) misskilji frumvarpið. Hér er ekki um það að ræða, að ákveða sölu jarðarinnar, heldur að gefa stjórninni heimild til þess að selja hana. Auðvitað getur stjórnin sett þau skilyrði, sem henni finst nægjandi til að salan komi ekki í bág við járnbrautarlagninguna. Mér virðist auðaætt, að meðan þessi lög um þjóðjarðasölu standa, beri að láta þau ná jafnt til allra. Sérstaklega finst mér sanngjarnt, að þau fái að ná til þessa manna, sem hefir gert jörðinni svo mikið til góða. Hann hefir ræktað það sem ræktað er á jörðinni og auk þess á hann öll hús, sem á henni standa.