07.07.1913
Neðri deild: 4. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í C-deild Alþingistíðinda. (48)

13. mál, vörutollur

Magnús Kristjánsson:

Jafnvel þó að eg telji rétt að geyma að tala um þetta mál til 2. umr., vildi eg leyfa mér að gera örstutta athugasemd við ummæli háttv. 1. þm. G.-g. (B. gr.) um segldúkinn. Hann bjóst við, að það mundi leiða til atvika, ef hann væri aðskilinn frá annari vefnaðarvöru. Þetta tel eg ekki hættulegt, því gjaldheimtumönnum ætti að vera innanhandar, að hafa eftirlit með þessu, enda mundi það tæplega koma fyrir, að menn reyndu að fara í kringum lögin á þann hátt, það mundi flestum þykja of mikil áhætta, móta við þá hagsmunavon, sem hér gæti verið um að gera. Það er auðséð, að lög þessi eru í flýti samin, og mætti taka margt fram, sem lagfæra þyrfti. Bæði akkeri og akkerisfestar og fjöldamargt annað, sem að sjávarútvegi lýtur, verður fyrir alt of þungu gjaldi og sömuleiðis margskonar efni til húsabygginga, sem bæði samræmis segna, og eina af því, að á því hvílir of þungt gjald, ætti að færast í 2. flokk. En að þessu sinni ætla eg ekki að dvelja við einstök atriði; eg býst við, að síðar gefist tækifæri til þess.