12.08.1914
Neðri deild: 44. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1202 í B-deild Alþingistíðinda. (1199)

129. mál, afleiðingar harðræðis

Eggert Pálsson:

Út af spurningu hæstv. ráðherra (S. E.) um það, hvort eg héldi að bæta mætti fjárhaginn með því að þingtíminn yrði framlengdur, þá skal eg taka það fram, að ummæli mín gáfu enga ástæðu til, að þau yrði skilin svo. Slíka spurningu má því miklu fremur, að því er mín ummæli snertir, skoða sem útúrsnúning. Eg vildi aðeins vita það, að þingið hefir setið yfir ómerkum málum í fullar seg vikur, en afgreiðir svo öll stórmálin í flaustri og með afbrigðum frá þingsköpum — á síðustu stundu. Það er aðferð, sem ekki ætti að eiga sér stað. Það hlýtur bæði hæstv. ráðherra og aðrir að játa.