13.08.1914
Sameinað þing: 9. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í B-deild Alþingistíðinda. (2116)

130. mál, gjaldmiðill

Á 9. fundi sameinaðs þings, fimtudaginn 13. ágúst, kl. 715 síðdegis, að öllum þingmönnum viðverandi, var útbýtt tillögu til þingsályktunar um gjaldmiðil og voru þeir flutningsmenn Sveinn Björnsson og

Einar Arnórsson.

Með því að nú voru komnar þinglausnir, þá leitaði forseti, eftir ósk flutningsmanna tillögunnar og allmargra annara þingmanna, leyfis til afbrigða frá þingsköpum, til þess að mega þegar í stað taka hana til umræðu á þessum fundi.

Ráðherra leyfði afbrigðin og þingið samþykti þau.

Því næst var tillagan tekin til meðferðar hvernig ræða skuli (A. 516). Forseti lagði til að höfð væri ein umræða um tillöguna, og var það samþykt í einu hljóði.

Ein umr. var látin fara fram samstundis (A. 516, 517, 518).