06.07.1914
Neðri deild: 4. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 277 í B-deild Alþingistíðinda. (270)

10. mál, afnám fátækratíundar

Benedikt Sveinsson :

Eg skal ekki deila um þetta mál. Mín orð hnigu að eins að því, að vel væri athugað frumvarpið áður það yrði samþykt. Eg játa það, að tíundarlögin koma harðara niður á fátæklingum en efnamönnum, eins og þeim er beitt sumstaðar á landinu, og tel eg skylt að bæta úr því. En er það ekki svo alstaðar í vorri löggjöf, að gjöldin eru erfiðari fátæklingum? T. d. vita það allir, að tolllöggjöfin kemur langtum harðara niður á fátæklingum en öðrum, og alt af er þó verið að auka tollana. En þótt aukaútsvör kæmi að öllu leyti í stað tíundanna og jafnað væri niður »eftir efnum og ástæðum« þá vantar alla trygging fyrir því, að gjöldin verði sanngjarnlega álögð, eða með nokkru meira réttlæti, en tíundin nú.