20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1063 í B-deild Alþingistíðinda. (1877)

52. mál, tún og matjurtagarðar

Framsögum. (Guðm. Hannesson):

Þótt skömm sje frá að segja, þá hefir nefndin átt í basli með þetta frv., og komið fram með nýjar brtt. á þgskj. 439 í stað brtt. á þgskj. 309.

Upprunalega vakti það fyrir nefndinni, að gjöra fyrirkomulagið óbrotnara en það er í frv. á þgskj. 100; fela búnaðarsamböndunum, bæði að hafa mælingarnar á hendi og innheimtuna. Eftir að fyrri brtt. voru komnar út, varð nefndin þess vör, að ýmsir kunnugir, vel metnir menn, töldu, að það myndi valda óánægju og væri búnaðarsamböndunum t. d. ofætlun, að annast innheimtuna. Fjell þá nefndin frá fyrri fyrirætlun sinni, til þess að komast hjá því, að þetta yrði óánægjuefni, og ljet ákvæði frv. að mestu haldast, hvað innheimtuna og niðurjöfnun gjaldsins snertir. Aftur er sú aðalbreyting á frumv. hin sama og fyr, að kostnaðurinn við mælingarnar eru lagðar að mestu leyti á jarðeiganda.