21.07.1915
Neðri deild: 12. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1385 í B-deild Alþingistíðinda. (2144)

34. mál, stofnun kennaraembættis

Ráðherra:

Jeg stend að eins upp vegna þess, að mjer virtist háttv. þingm. Dal. (B. J.) vilja drótta því að kjósendum í Árnessýslu, að þeir mundu hafa »asklok fyrir himin«. Út af þessu vildi jeg mega benda honum á það, að á þingmálafundi, sem haldinn var nýlega á Húsatóftum, var það samþykt, að láta skáld og aðra andans menn njóta styrks af almanna fje. (Bjarni Jónsson: Vel verði þeim fyrir það!) Svo að hann sjer þá vonandi, að staðvindið; sem hann talaði um, kemur ekki frá öllum Árnesingum. (Bjarni Jónsson: Þetta var ekki mælt til allra Árnesinga).