10.08.1915
Efri deild: 28. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 558 í B-deild Alþingistíðinda. (591)

46. mál, sveitarstjórnarlög

Framsm. (Guðmundur Ólafsson) :

Það voru að eins örfá orð, sem jeg vildi sagt hafa, út af ræðu háttv. 4. kgk. þingm.. (B.Þ.) Hann hjelt því fram, að í lögin vantaði ákvæði um, hvernig ætti að kjósa í sýslunefndir. En það er er misskilningur einn. Alveg sömu ákvæði fyrir hendi, þó þetta frum- varp verði að lögum og nú er, að kosning fari fram á sama hátt til sýslunefnda og hreppsnefnda. Þó eitthvað megi ef til vill finna að frumvarpinu, þá er það ekki það, að þetta ákvæði vanti í það. En hvað því viðvíkur, að kjósa ætti líka í sýslunefnd á hreppaskilum, er það að athuga, að skifta yrði þá um menn í kjörstjórn, og hætta að hafa sýslumann fyrir oddvita þeirra.

Annars, hefi jeg ekkert á móti því fyrir mitt leyti, að málið verði tekið út af dagskrá nú, ef háttv. deildarmenn álíta þess þurfa, svo þeir geti athugað frumvarpið betur.