17.08.1915
Efri deild: 35. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í B-deild Alþingistíðinda. (606)

46. mál, sveitarstjórnarlög

Karl Einarsson:

Jeg ætla að eins að gjöra fyrirspurn til flm. að brtill. á þgskj. 370. Þar stendur, „ef hreppsnefnd ákveður, eða ¼ hluta kjósanda óskar þess“.

Er það þá meiningin, að hreppsnefnd eigi að ákveða, hvort sýslunefndarkosningar skuli fara leynilega fram? Það kann jeg ekki við, og er á móti því, ef það er tilgangurinn, því að jeg get ekki sjeð, hvað hreppsnefndum kemur sýslunefndarkosning við. Jeg kann ekki heldur við. þá breytingu, að gefa hreppsnefndum vald til að ákveða, hvort kosningar skuli fara leynilega fram, jafnvel þó um hreppsnefndarkosningu sje að ræða. Það er eðlilegast, ef á að fara að kjósa leynilega til þessara nefnda, að það sje þá föst regla, og sje gjört alstaðar, en ekki að það sje t. d. gjört í ár, en svo ekki að ári.