12.01.1917
Neðri deild: 25. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 214 í B-deild Alþingistíðinda. (295)

45. mál, verðlaun fyrir útflutta síld

Þorsteinn Jónsson:

Jeg greiddi í gær atkv. með því, að þetta mál gengi til 3. umræðu. Alt fyrir það álít jeg, að varhugavert sje, að láta þetta mál ganga fram á þessu þingi. Kom jeg því með rökstudda dagskrá, þess efnis, að stjórninni væri falið að búa málið undir næsta þing. En hún var feld. En með því, að jeg er enn sömu skoðunar og jeg var í gær, að þetta mál sje um of óundirbúið, til þess að veralagt fyrirþingið, kem jeg hjer með aðra rökstudda dagskrá, sem jeg vona að deildinni falli betur í geð. Mun jeg lesa hana upp með leyfi forseta:

Með því að þetta mál verður eigi nœgilega rannsakað og undirbúið til samþyktar á þessu þingi, telur deildin rjett að fresta því til nœsta þings, og tekur því fyrir nœsta mál á dagskrá.