04.08.1917
Efri deild: 22. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1753 í B-deild Alþingistíðinda. (1697)

27. mál, bæjarstjórn Ísafjarðar

Magnús Kristjánsson:

Það er lítil ástæða fyrir mig að leggja orð í mál þetta. En jeg verð að halda fast við það, að jafnvel þótt ekki sje hjer um beina hugsunarvillu að ræða, þá er greinin óljóst orðuð og þarf leiðrjettingar við. Jeg vænti þess því, að háttv. nefnd, við nánari athugun, komist að raun um, að athugasemd mín er á rökum bygð. Ef brtt. nefndarinnar yrði samþykt, mundi greinin hljóða svo:

»Bæjurfulltrúar skulu kosnir til 3 ára, þriðjungur árlega. — Fari fulltrúi af öðrum ástæðum frá á kjörtímabilinu, skal þegar kjósa í hans stað fyrir þann tíma, sem eftir er af því«.

Jeg get ekki sjeð annað en að hjer vanti alt samhengi, og tel jeg því heppilegra, að þetta yrði athugað nánara.