25.07.1917
Efri deild: 14. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2057 í B-deild Alþingistíðinda. (2090)

77. mál, kolanám

Karl Einarsson:

Bjargráðanefndin hefir leyft sjer að koma með viðaukatill. við till. á þgskj. 139, um kolanám.

Þessi þingsályktunartill. er að eins bending til stjórnarinnar um, að kolavinslan komi að sem bestum notum, þar sem nauðsyn á kolum er brýnust. Það hefir sem sje borið töluvert á því, að vörur, sem landsstjórnin hefir útvegað, hafa borist um of á einn stað, og hefir oft verið ýmsum erfiðleikum háð að ná þeim þaðan og þangað, sem þörfin á vörunum var brýn. Þetta ætti ekki að þurfa að eiga sjer stað um kolin, og vonast jeg því til, að háttv. deild samþ. þessa viðaukatill.