25.07.1917
Efri deild: 14. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2059 í B-deild Alþingistíðinda. (2092)

77. mál, kolanám

Karl Einarsson:

Jeg skal geta þess, vegna orða hæstv. ráðherra (S. J.), að nefndin leggur enga áherslu á það, að stjórnin flytji kolin á eigin skipum, heldur vill hún þvert á móti, að hún sjái um, að smærri skip annist flutningana. Það leiðir auðvitað af sjálfu sjer, að kolin eiga að fara til ýmsra smáverslunarstaða og kauptúna, og mundu lítil skip hentugri til þess að flytja kolin á slíka staði.