06.07.1917
Efri deild: 4. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2312 í B-deild Alþingistíðinda. (2411)

29. mál, skipun bjargráðanefndar

Halldór Steinsson:

Mjer finst, að umræðurnar um þetta mál hafi snúist í öfuga átt, því að það hefir mest verið rætt um það, er gerðist á Alþingi 1915, en ekki um það, hvort skipa eigi þessa nefnd nú eða ekki.

Jeg vil taka það fram, að jeg hefi enga trú á því, að þessi nefnd komi að nokkrum verulegum notum.

Mjer finst verk stjórnarinnar í þessum efnum ekki hafa verið á þann veg, að jeg hefði ekki getað vænst þess, að kaupmenn landsins hefðu leyst það eins vel af hendi.

Við vitum allir, hvernig vöruverð landssjóðs er, og hvað það snertir, geta kaupmenn fyllilega þolað samanburð.

Þótt jeg hafi enga trú á því, að nefndin komi að liði, þá mun jeg þó greiða atkvæði með henni, í þeirri von, að hún reynist betur fyrir þjóðina en aðrar bjargráða- og velferðarnefndir, sem skipaðar hafa verið hjer á landi á síðari árum.