18.07.1917
Neðri deild: 13. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 718 í B-deild Alþingistíðinda. (291)

7. mál, laun hreppstjóra og aukatekjur

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Að eins örfá orð. Það er rjett, að hreppstjórar verða oft að halda smá uppboð, en þá bætir ferðakostnaðurinn þau upp. Þeir fá og nú fleiri uppboð en áður. Því að nú er það felt burt, að sýslumenn skuli halda þau uppboð, sem ætla má að nemi meiru en 200 kr. Held jeg því, að fleiri uppboð muni koma til kasta hreppstjóra en áður, og hreppstjórar verði því betur settir eftir en áður.