10.06.1918
Efri deild: 37. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í B-deild Alþingistíðinda. (188)

36. mál, stimpilgjald

Forseti:

Hv. þm. Seyðf. (Jóh. Jóh.) er ekki á fundi, og þykist jeg vita, að embættismönnum muni um að kenna. Þar sem annar háttv. þm. hefir gert mjer aðvart um, að hann muni ætla að koma með brtt. við frv., tek jeg málið af dagskrá að þessu sinni.

Vil jeg um leið gera háttv. deildarmönnum aðvart um, að fundur verður haldinn í þessari deild kl. 3 í dag. Í Nd. verður kvatt til aukafundar kl. 2½ og verða mál þau, sem þar verða rædd, að loknum fundinum tekin hjer á dagskrá. Bið jeg háttv. deildarmenn að taka þetta sem þingfundarboð.