13.06.1918
Neðri deild: 48. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 406 í B-deild Alþingistíðinda. (197)

36. mál, stimpilgjald

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Þetta frv. um stimpilgjald er nú aftur komið hingað frá háttv. Ed. Hefir því verið lítillega breytt. Eru það mest orðabreytingar, en efnisbreytingar sáralitlar. Sje jeg ekki ástæðu til að fjölyrða um þessar efnisbreytingar. Þær eru svo smávægilegar, t. d. hvort borga skuli 16 eða 20 kr. í stimpilgjald af veitingarbrjefum fyrir embættum yfir 4.000 kr., að ekki tekur því að vera að telja upp þessar breytingar hjer. Þess vegna mun jeg ekki orðlengja meira, en legg að eins til í nafni fjárhagsnefndar, að frv. þetta verði samþ. eins og það nú liggur fyrir.