23.04.1918
Neðri deild: 8. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í C-deild Alþingistíðinda. (2046)

12. mál, tekjuskattur og lóðargjöld í Reykjavík

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Eftir rækilegan undirbúning af hálfu bæjarstjórnar kom þetta frv. til stjórnarinnar. En tíminn varð heldur naumur til þess, að hægt yrði að leggja það fyrir þingið með hinum frv., og þess vegna kemur það ekki fyr en nú.

Jeg hygg, að það þýði ekki neitt að fara út í aðalstefnu frumvarpsins; væntanlega verður málið athugað í nefnd, og skal jeg leyfa mjer að leggja til, að frv. gangi til 2. umr. og síðan til allsherjarnefndar.