16.07.1918
Neðri deild: 73. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 748 í C-deild Alþingistíðinda. (2124)

96. mál, verðlag á vörum

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg skoða þessi orð hv. frsm. (S. St.) að eins sem bendingu, en ekki sem hann beinlínis óski eftir yfirlýsingu frá stjórninni, enda hefði ekki verið líklegt, að stjórnin væri viðbúin að svara þessu. Mjer þykir líklegt, að stjórnin álíti, að verkefni nefndarinnar hafi minkað, þó að það gæti komið fyrir, eftir mínu áliti, að nefndin hefði eitthvað að starfa í einstaka tilfellum, og þá aðallega gagnvart verði á innlendum vörum.