16.07.1919
Efri deild: 9. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 597 í B-deild Alþingistíðinda. (263)

38. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Karl Einarsson):

Það er engin þörf á löngu máli. Hv. þm. Seyðf. (Jóh. Jóh.) hefir tekið af mjer ómakið og drepið á brtt. nefndarinnar, sem allar eru orðabreytingar nema 4. brtt. Um hana skal tekið fram að nefndin vildi greiða fyrir að sami maður gæti haft ríkisborgararjett í tveim ríkjum í einu, Danmörku og Íslandi. En grein frv. má skilja svo, ef orðalaginu er ekki breytt eitthvað í líkingu við það sem brtt. fer fram á.