23.09.1919
Neðri deild: 71. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2461 í B-deild Alþingistíðinda. (2712)

79. mál, lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni

Bjarni Jónsson:

Jeg skal undir eins svara þessu. Það var af tveim ástæðum, að jeg kom ekki fram með frv., eins og hæstv. forsætisráðh. (J. M.) talar um.

Í fyrsta lagi þorði nefndin ekki að bera þetta undir þingið, þegar meiri hluti stjórnarinnar var á móti því.

Og í öðru lagi var þetta af því, að þegar kom fram á þing, var búið að selja mikið af vatni, og þar á meðal nálega alla Hvítá, sakir þess að stjórnin fekst ekki til að taka í taumana.