25.09.1919
Efri deild: 65. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2462 í B-deild Alþingistíðinda. (2716)

79. mál, lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg vildi að eins gera þá athugasemd, að það er sama og að láta málið ekki ganga fram, að fara að vísa því til nefndar, þar sem tilætlunin mun sú, að störfum þessarar deildar verði lokið á morgun og þingi slitið á laugardag.

Get jeg ekki betur sjeð en að það sje einróma álit þingsins, að nauðsyn beri til að ná í ríkisins hendur vatnsrjettindum yfir Soginu, sem telja má að sje lykillinn að fossaiðnaði hjer á landi, vegna afstöðu þess og legu.

Vil jeg því leyfa mjer að leggja til, að till. verði látin ganga nefndarlaust til síðari umræðu.