08.07.1919
Neðri deild: 5. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 600 í B-deild Alþingistíðinda. (278)

33. mál, tollalög

Fjármálaráðherra (S. E.):

Tollhækkun sú, sem farið er fram á í frv. þessu er aðallega á vínum, áfengum og óáfengum og svo á tóbaki.

Af vínfangatolli og sódavatni má búast við 50 þús. kr. tekjuauka en af tóbaki og vindlingum um 126 þús. kr. tekjuauka. Má því gera ráð fyrir, að tekjuauki verði hjer um bil 170 þús. kr. samkvæmt þessu frv.

Jeg leyfi mjer að leggja það til, að frv. þessu verði vísað til fjárhagsnefndar að lokinni umræðu. Væri það mjög svo æskilegt að hún greiddi fyrir því sem unt væri svo að hægt væri að afgreiða það sem lög frá Alþingi hið allra fyrsta.