21.07.1919
Efri deild: 12. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 614 í B-deild Alþingistíðinda. (297)

33. mál, tollalög

Halldór Steinsson:

Hæstv. fjármálaráðherra (S. E.) taldi varhugavert að leggja háan skatt á þennan lið, og gat sem ástæðu fyrir því, að vínandi sá sem þar er nefndur, væri að mestu notaður til iðnaðar.

Jeg vil leyfa mjer að benda á það, að meðalaspíritus er eins mikið notaður til iðnaðar, sbr. áfengisbækur smiða o. fl., og jafnvel meira. (G. B.: Mikið meira.)

Jeg skil ekkert í þeirri gleymsku stjórnarinnar, að gleyma þessum stóra lið.

(Fjármálaráðh.: Ekki gleymska). Og tel jeg fyrir mitt leyti miklu meiri ástæðu til að tolla þennan lið og legg því til, að sá tollur verði a. m. k. jafnhár tollinum á meðalaspíritus.