30.07.1919
Efri deild: 18. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 628 í B-deild Alþingistíðinda. (316)

33. mál, tollalög

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Háttv. þm. Ak. (M. K.) sagði mig hafa viðurkent, að nefndin hefði farið gönuskeið og að tollurinn væri óhæfilega hár. Jeg hefi ekki sagt þetta, en jeg býst við, að hann hafi hengt hatt sinn á þau ummæli mín, að tollurinn væri ef til vill fullhár. Um það er ekki gott að segja, þar sem nú er verið að leggja á þennan tollstofn í fyrsta sinn. Meiri hluti nefndarinnar er þess fullviss, að 4 kr. tollur á lítranum sje nær sanni en 2 kr. Auðvitað má um það deila, en við deilum einnig um, hvað sje hæfilegt að leggja á aðra tollstofna, svo sem tóbakið og fleira.