30.07.1919
Efri deild: 18. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 631 í B-deild Alþingistíðinda. (324)

33. mál, tollalög

Forseti:

Háttv. þm. Ak (M. K.) hefir lýst yfir því, að till. hans taki að eins til áfengis, sem gert er óhæft til drykkjar, en nái ekki til ilmvatna og hárlyfja. En þótt segja mætti, að þörf væri á því að taka frv. út af dagskrá, þá hefir þó hæstv. fjármálaráðh. (S. E.) mælst til þess, að það yrði afgreitt nú, og formaður nefndarinnar hefir tjáð mjer, að hann sje ekki á móti því. Fyrir því úrskurða jeg, að frv. og brtt. skuli bornar til atkv.