08.08.1919
Neðri deild: 28. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1143 í C-deild Alþingistíðinda. (3720)

87. mál, dýralæknar

Sigurður Stefánsson:

Það er dálítið kynlegt að heyra hvern bóndann á fætur öðrum mótmæla þessu frv. — Barlómurinn um, að landbúnaðurinn sje illa staddur, gengur fjöllunum hærra. En því kynlegra er það, að bændur skuli berjast á móti nokkru því, sem miðar að því að vernda bústofn þeirra. Því að eins og trygging er í mannalæknum fyrir líf og heilsu manna, svo er og trygging í dýralæknum fyrir líf og heilsu dýranna. Og þessi trygging er að því skapi meiri, sem læknarnir yrðu fleiri. Best væri landbúnaðinum, að þeir yrðu sem flestir. Og þessi trygging er landbúnaðinum því nauðsynlegri, því dýrari sem búpeningurinn er. Nú er búpeningur í því geipiverði, að dauði einnar kýr er stórtjón fyrir bóndann, og getur riðið fátækum bónda að fullu og jafnvel komið honum á sveitina, en í veg fyrir það mætti oft koma með auðfenginni læknishjálp.

Þessum athugasemdum vildi jeg skjóta inn í umræðurnar.