08.08.1919
Neðri deild: 28. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1145 í C-deild Alþingistíðinda. (3722)

87. mál, dýralæknar

Sveinn Ólafsson:

Háttv. þm. N.-Ísf. (S. St.) kvað það vera kynlegt, að bændur skyldu vera á móti fjölgun dýralækna, þar sem þeir kæmu þeim að mestum notum. Ef það er rjett, að bændur sjeu alment móti fjölgun þeirra, þá sýnir það einmitt gagnsleysi þessa frv. Þetta virðist mjer vera nægilegt svar gegn ástæðum háttv. þm. N.-Ísf., sem vissulega hefir engin sjerstök skilyrði til að dæma um, hvað best hentar bændum í þessu, og ætti því að láta þá ráða, en vera ekki að neyða að þeim þessum dýralæknum.