16.08.1919
Efri deild: 32. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (631)

18. mál, fasteignamat

Atvinnumálaráðherra (S J.):

Jeg hefi nú fengið skýringu háttv. frsm. (S. E. ) og hæstv. fjármálaráðh. (S. E.) á orðinu „endurskoðun“ í frv., en hvorugur ljet nokkuð um mælt um það, hvort nefndin gæti hækkað matið í heild sinni; hún skyldi að eins koma á samræmi í sýslunum; fyrst innan hverrar sýslu og síðan yfirleitt. Það skaðar ekki, þótt fram kæmi í frv., hvort nefndin hefir vald til að hækka og lækka matið í heild sinni. En ef nefndin lýsir yfir því, að sá skilningur sje rjettur, getur háttv. deild sjálfsagt látið sjer það nægja.