16.08.1919
Efri deild: 32. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 920 í B-deild Alþingistíðinda. (640)

18. mál, fasteignamat

Fjármálaráðherra (S. E.):

Um það þarf ekki að deila, að verðmæti jarðanna fer mikið eftir legu þeirra. Þó dalajörð og jörð við kaupstað liggi í sömu sveit, sem vel getur verið, þá er sýnt, að að öðru jöfnu er kaupstaðarjörðin miklu meira virði. Þetta efast jeg ekki um, að matsnefndirnar hafi tekið til greina, en hinu býst jeg fremur við að misjöfnuður á matinu komi fram í því, að það hafi verið framkvæmt eftir mismunandi mælikvörðum í hverju sýslufjelagi fyrir sig. Sem dæmi nefni jeg Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Matið var tiltölulega miklu hærra í Borgarfjarðarsýslu en Mýrasýslu, og liggja þó hjeruðin hvort við hliðina á öðru. Aftur býst jeg við, að matið í hverju sýslufjelaginu fyrir sig hafi verið mjög nærri sanni, eða svo sýndist mjer sá hluti matsins, sem jeg hafði litið yfir í Mýrasýslu, er jeg var sýslumaður þar.