15.08.1919
Efri deild: 31. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1017 í B-deild Alþingistíðinda. (781)

3. mál, fjáraukalög 1918 og 1919

Guðmundur Ólafsson:

Jeg vil að eins vekja athygli á því, að athugasemd mín um línuna að Borg í Grímsnesi ber eigi að skilja svo, sem jeg sje á móti, að spotti þessi verði lagður. Jeg veit, að þarna er stór sveit að baki, og útlit fyrir, að eigi hljótist tap af. En jeg verð að leggja áherslu á, að ekki er búið að afgreiða þingsál. till. háttv. þm. Árn., og leiðin er því ekki fastákveðin nje rannsökuð til hlítar.