28.02.1921
Neðri deild: 10. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í B-deild Alþingistíðinda. (123)

43. mál, sendiherra í Kaupmannahöfn

Forsætisráðherra (J.M.):

Það er ekki rjett hjá háttv. þm. Borgf. (P. 0.), að nokkur samningur hafi verið gerður um þetta við stjórn Dana, og er t. d. háttv. þm. Dala. (B.J.) kunnugt um það, og gæti borið það. Hitt er það, að bæði frá blöðum og þingmönnum höfðu komið fram raddir um það, að Íslendingum mundi þykja vænst um það, að hingað yrði sendur maður með þeim diplomatisku virðingum, sem seinna varð úr. Að því leyti var ekkert öðruvísi ástatt um þetta mál en síðar kom fram í blöðum, t. d. um ráðgerðan sendiherra frá Svíþjóð. Annars get jeg vísað til framsöguræðu minnar við fyrstu umræðu, sem einnig er í fullu samræmi við það, sem jeg áður hafði sagt, og getur liv. þm. Borgf. (P.O.) sannfærst um það, með því að lesa ræðuna, sem var skrifuð orðrjett áður en hún var flutt.