21.03.1921
Efri deild: 28. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1654 í B-deild Alþingistíðinda. (1624)

81. mál, sala á Upsum

Forsætisráðherra (J. M.):

Það er í rauninni, eftir því sem jeg lít á þetta mál, aðeins formsatriði, er gerir það, að þurft hefir að fara með mál þetta til Alþingis. Að minni vitund er ekkert því til fyrirstöðu, að jörðin sje seld, því þótt jeg sje móti þjóðjarðasölu yfirleitt, þá hefi jeg ávalt álitið rjett að selja jarðir landsins, ef kaupstaðir eða þorp hafa þurft á þeim að halda til sinna nytja. Þess vegna vona jeg, að háttv. deild lofi frv. þessu að ganga fram.

Að því er mig minnir, var þessu máli eigi vísað til nefndar í háttv. Nd., og tel jeg ekki þörf á því hjer heldur, þar eð málið er svo einfalt og óbrotið.