13.05.1921
Neðri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2412 í B-deild Alþingistíðinda. (2535)

135. mál, heimild til lántöku fyrir ríkissjóð

Fjármálaráðherra (M. G.):

Þegar jeg talaði um heimild til þess að lána Íslandsbanka, þá gekk jeg út frá bankalögunum. Um heimild þeirra verður ekki vitað, fyr en þau eru til lykta leidd. Þess vegna vil jeg, að það frv. og þetta verði samferða. En stjórnin hefir vitanlega heimild til þess að taka eða ábyrgjast lán fyrir Landsbankann, og sjálfur getur hann tekið lán eins og hann vill og álítur sjer kleift. Annars má vel bíða með að tala um þetta til 2. umræðu.