10.05.1921
Neðri deild: 66. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2446 í B-deild Alþingistíðinda. (2591)

122. mál, útflutningur og sala síldar

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg verð aðeins að taka undir þau ummæli, að þetta sje athugunarvert mál á margan hátt.

Háttv. 4. þm. Reykv. (M. J.) tók það rjettilega fram, hversu athugavert það er. Jeg tel það sjerstaklega athugavert að leggja svona mikið vald og óskoraða ríkisvernd í hendur á einstöku fjelagi. En það mun vera á ferðinni tillaga þess efnis, að ríkið hafi meiri umsjón með fjelaginu, og vil jeg því ekki tefja tímann að þessu sinni, en vildi beina því til sjávarútvegsnefndar að hún, áður en hún tæki afstöðu til málsins. gæfi mjer tækifæri til viðtals um frv., og gæti þá vel verið, að málið kæmist í það horf, að una mætti við það. En að svo stöddu finst mjer rjett, að það gangi í gegnum þessa umr., og treysti jeg því, að sjávarútvegsnefnd tali við mig um málið, áður en það kemur til 3. umr.