09.04.1921
Neðri deild: 39. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 175 í C-deild Alþingistíðinda. (2773)

83. mál, stofnun dócentsembættis

Forsætisráðherra (J. M.):

í frv. getur legið dálítil frekari fjárveiting í framtíð en sú, er fjárlögin veita einstökum manni. En við 1. umr. gerði jeg ráð fyrir þeirri brtt., sem jeg vissi að mundi koma fram, um að binda embættið við persónu, og sje það gert, þá er enginn munur á því. Ef haldast ætti samkomulag hans við fjvn., þá ættu launin að hækka eftir reglunum um dócentsembætti. En hann þyrfti ekkert að greiða í lífeyrissjóð, fengi því ekkert úr honum á síðan, og mætti búast við, að hann fengi eftirlaun beint úr ríkissjóði.

Út af ummælum hv. þm. Borgf. (P. O.) skal jeg enn einu sinni taka það fram, að orsökin til þess, að ekki var frá þessu gengið formlega, er sú ein, að þinginu var slitið svo skyndilega í fyrra og farið frá hálfgerðum verkum, sem stjórnin varð að ljúka. Í framtíðinni á þetta ekki að koma fyrir.