02.03.1921
Efri deild: 12. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í B-deild Alþingistíðinda. (282)

27. mál, stofnun alþýðuskóla á Eiðum

Forsætisráðherra (J.M.):

Það ræður að líkindum, að því fer fjarri, að jeg sje á móti brtt. Eins og hv. frsm. (S. J.) tók fram, mæltist jeg heldur til þess við 1. umr., að brtt. kæmi fram. Það er rjett hjá hv. þm. Seyðf. (Jóh. Jóh.), að ákvæðið á heima í þessum lögum. En frv. þetta var snemma samið, og þá hafði þessu ekki verið hreyft. Fyrir því var þetta atriði ekki tekið upp í frv. En jeg er þakklátur báðum nefndunum fyrir undirtektir þeirra.

Við 1. umr. málsins skýrði jeg frá, hvernig gengið hefði með húsbygginguna. Skoðun mín í því efni fer mjög saman við skoðanir hv. þm. Seyðf. (Jóh. Jóh.). En þar sannast samt, að af engum verður heimtað meira en hann getur. Mjer blandast ekki hugur um, að mesta nauðsyn er á að byggja, ef auðið er.