04.03.1921
Efri deild: 14. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 157 í B-deild Alþingistíðinda. (285)

27. mál, stofnun alþýðuskóla á Eiðum

Forsætisráðherra (J. M.):

Það má vera, að rjettara sje að gera í lögunum ráð fyrir stundakenslu, en um gróðrarstöðina heyri jeg sagt, að hún sje ekki lengur starfrækt, svo að á forstöðumanni hennar er má ske ekki svo mikið að byggja.

Þetta skiftir litlu máli, en væri rjettast að segja: Auk þess skal sjeð fyrir nauðsynlegri tímakenslu við vornámsskeiðið á Eiðum, eða eitthvað þess konar.