12.03.1921
Efri deild: 21. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 752 í C-deild Alþingistíðinda. (3321)

156. mál, erfingjarenta

Halldór Steinsson:

Jeg leyfi mjer að gera þá fyrirspurn til háttv. flm. (B. K.), hvað hefir vakað fyrir honum, þegar talað er um að giftast. Hjú, sem ekki eru gift, geta hafa staðið eins vel í stöðu sinni og hin og geta því átt alt eins vel skilið að njóta styrks eins og hin. Jeg legg því til, að málið sje tekið út af dagskrá til athugunar.