12.03.1921
Efri deild: 21. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 753 í C-deild Alþingistíðinda. (3325)

156. mál, erfingjarenta

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Mjer er óhætt að segja, að nefndin mun taka til greina það, sem hv. þm. Seyðf. (Jóh. Jóh.) sagði.

Háttv. þm. Snæf. (H. St.) vildi ekki láta taka tillit til þess, hvort hjúin væru gift eða ekki, en sumum finst, að nefndin hafi stungið árinni of djúpt í með því að hafa aldursmarkið 28 ár. Jeg fer að álíta, að þetta sje því að kenna, að háttv. 2. þm. G.-K. (B. K.) skoraði á sem flesta að láta álit sitt í ljós. Annars er einkennilegt, að hv. þm. Snæf. (H. St.) skyldi ekki detta þetta í hug fyr en nú, en þó virðist mjer það liggja í augum uppi, að meiri þörf sje á að styrkja gift hjú en ógift. Það er ekki rjett að gera mikið úr þessu, og vona jeg, að deildin átti sig á þessu og samþ. frv. Hafi ekki breytt svo mjög skoðun á því síðan á þinginu í fyrra vetur.