17.03.1921
Neðri deild: 25. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í D-deild Alþingistíðinda. (3770)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Forsætisráðherra (J. M.):

Hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) hlýtur að vera orðinn mjög syfjaður, þegar hann þóttist ekki skilja, að jeg efist um það, að hann hafi mjög næma tilfinning fyrir sannleikanum, og jeg hafi gilda ástæðu til að efast um sannleiksást hans.

Jeg get verið hv. þm. (Jak. M.) sammála um það, að ekki sje skemtilegt að heyra okkur segja: Klipt var það, skorið var það. Þar sem hv. þm. (Jak. M.) sagði, að jeg hefði sjerstaklega talað um aðstöðu ráðgjafarnefndarinnar, þá er það satt; gerðabók hennar sýnir og sannar mína skýrslu. En hins vegar hefir fjrh. (M. G.) skýrt frá samtali sínu við ríkisráðherrann danska. Þar sem hv. þm. (Jak. M.) ber það á mig, að jeg hafi ekki farið með rjetta skýrslu í þessu máli, þá er það ekki satt. Jeg hefi margskýrt þetta.

Hvað viðvíkur stefnumuninum, þá er jeg hissa á því, að hv. þm. (Jak. M.) skuli vera að taka svari hv. 2. þm. Reykv. (J. B.). Jeg er viss um, að hv. þm. (Jak. M.) hefir vel skilið, hvað jeg átti við.