09.04.1921
Efri deild: 39. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 277 í B-deild Alþingistíðinda. (514)

23. mál, stofnun og slit hjúskapar

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg vil benda háttv. þm. Snæf. (H. St.) á það, að vígslumönnum er skylt að fullvissa sig um það, áður en þeir vígja hjónaefni, hvort þau sjeu haldin af næmum sjúkdómi. Og að þeir geta neitað vígslu, ef þeir hafa ástæðu til að ætla, að annaðhvort hjónaefna sje haldið af slíkum sjúkdómum. Mjer finst það hart, ef maður, sem vissa er fyrir að ekki gangi með neinn sjúkdóm, þurfi að fá læknisvottorð, til þess að ganga í hjónaband. Mjer finst nægileg trygging í því fólgin, að embættismaðurinn, að viðlagðri embættisábyrgð, eigi að heimta að fyrirmælum laganna sje hlýtt.

Misskilningurinn er því á hlið hv. þm. Snæf. (H. St.), en ekki okkar. mín og hv. 1. landsk. (S. F.).