17.02.1921
Neðri deild: 2. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (62)

Stjórnarfrumvörp lögð fram

Fjármálaráðherra (M.G.):

Eins og hæstv. forseti tók fram, þá eru það að þessu sinni 18. frv., sem jeg legg fram í hinni háttv. deild. Skal jeg ekki telja þau upp hjer, þar sem hæstv. forseti er þegar búinn að því.

Flest þessara frv. hafa þegar fyrir alllöngu verið send hv. þm., og geri jeg ráð fyrir, að þeir hafi kynt sjer þau rækilega. Og vonandi ætti þessi nýbreytni stjórnarinnar, að gefa þm. kost á að kynnast sem flestum af stjórnarfrv. fyrir þing, að leiða til þess, að þingið geti orðið styttra en ella mundi. Vona jeg að þessi nýbreytni mælist vel fyrir.

Að þessu sinni skal jeg ekkert fara út í innihald þessara frv., heldur að eins geta þess, að í hinum framlögðu skattafrv. liggur heilt skattakerfi, en vitaskuld er ekki mikið af sköttum, er teljast mega alveg nýir. Þó er það svo, að ef þessi frv. yrðu samþykt, eins og þau liggja hjer fyrir, yrði töluverð breyting ásköttum vorum. Þannig fellur þá niður ábúðar og lausafjárskattur og útflutningsgjöld öll, nema af síld, en í þess stað kemur almennur fasteignaskattur, lestagjald af skipum og almennur tekjuskattur. Um hin einstöku atriði mun jeg fara nokkrum orðum, er þau koma til 1. umræðu.

Jeg vona, að háttv. Alþingi geti felt sig við þá stefnu, sem kemur fram í þessum frv., og jeg mun eiga erfitt með að sætta mig við verulegar stefnubreytingar. Hinsvegar er jeg að sjálfsögu fús til að samþykkja smærri breytingar, ef jeg sje að þær raska eigi kerfinu. Vil jeg biðja hv. fjhn., sem eflaust mun fá skattafrv. til meðferðar, að bera sig saman við mig um breytingar áður en hún fullræður þær.

Jeg vona að þetta þing sjái nauðsynina á því að samþykkja nú ný skattalög, og láti það eigi dragast úr hömlu, enda færi það í bág við yfirlýstan vilja þingsins 1919 og væri að ýmsu leyti varhugavert.

Að svo mæltu vildi jeg leyfa mjer að fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann taki þessi frv. til meðferðar í þessari hv. deild eftir því, sem þingsköp mæla fyrir, og vil jeg um leið gera það að tillögu minni, að fjhn. verði í þetta skifti skipuð 7 mönnum, vegna þess, að fyrirsjáanlegt er, að sú nefnd verði ákaflega störfum hlaðin á þessu þingi. Leyfi jeg mjer að óska þess, að hæstv. forseti beri þessi afbrigði frá þingsköpunum undir hv. deild.

Á 4. fundi deildarinnar, laugardaginn 19. febr., mælti