15.03.1921
Neðri deild: 23. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í B-deild Alþingistíðinda. (667)

37. mál, varnir gegn berklaveiki

Jakob Möller:

Mig má einu gilda, hve mörgum af ummælum mínum háttv. þm. Borgf. (P. O.) skýtur til mín „öfugum eins og hann komst að orði. En því sem jeg skýt til hans, það stend jeg við. Í nefndarálitinu sjálfu á þskj. 119. stendur þessi klausa:

„Á milli þinga er hægt að ræða málið á sýslufundum, þingmálafundum og leiðarþingum“.

Jeg býst við, að allir, sem þessa klausu hafa lesið, hafi í hana lagt líkan skilning og jeg.