30.03.1922
Neðri deild: 36. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í C-deild Alþingistíðinda. (1241)

46. mál, afnám kennaraembættis í hagnýtri sálarfræði

Forsætisráðherra (S. E.):

Jeg vil aðeins leggja áherslu á það atriði, sem háttv. þm. N.-Ísf. (S. St.) mintist lauslega á, að háskólaráðið hefir fengið mál þetta til meðferðar og sent álit sitt. — Samkvæmt því áliti telur háskólaráðið ótvírætt embættið nauðsynlegt. Og upp úr því áliti ætti eitthvað að vera leggjandi. Annars skal jeg ekki fara um málið fleirum orðum; það er þegar mikið rætt, og jeg tel óþarfa að endurtaka hjer það, sem jeg hefi áður sagt um þetta frv.