03.04.1922
Efri deild: 35. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 238 í C-deild Alþingistíðinda. (1253)

46. mál, afnám kennaraembættis í hagnýtri sálarfræði

Forsætisráðherra (S. E.):

Jeg hefi aldrei talað um, að embætti þetta væri nauðsynlegt, og því í engu breytt skoðun minni um það atriði. En jeg álít, að þingið hafi gefið loforð, er eigi megi rifta, nema hlutaðeigandi embættismanni sje þá sjeð fyrir öðru embætti, er hann vilji taka.

Aftur efast jeg ekki um, þótt embætti í hagnýtri sálarfræði sje ekki nauðsynlegt, að auðvitað verði gagn að sálarfræðifyrirlestrum hins mjög svo vel gefna og sjálfsagt lærða prófessors.