25.03.1922
Neðri deild: 32. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 347 í C-deild Alþingistíðinda. (1374)

47. mál, myntlög

1374Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Viðskiftamálanefnd hefir átt tal við hæstv. stjórn um þetta mál, og var hún þeirrar skoðunar, og þá sjerstaklega hæstv. fjármálaráðh., að það bæri að rannsaka málið áður en myntlög væru samþykt, bæði þyrfti að athuga kostnaðarhlið málsins, og auk þess kæmu hjer til greina samningar við önnur ríki.

Nefndin hefir athugað frv. og fundist það vel úr garði gert, enda er það samið af þeim manni, sem mest vit hefir á þessu efni hjer á landi, hr. fornmenjaverði Matth. Þórðarsyni. En nefndin vill af framantöldum ástæðum eindregið ráða frá, að frv. verði samþykt á þessu þingi.