25.04.1922
Sameinað þing: 13. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í D-deild Alþingistíðinda. (1878)

92. mál, rannsókn á máli A. L. Petersens

Forseti (M. K.):

Það hefir verið dregið í efa, að till. þessi gæti orðið tekin til meðferðar, vegna þess, að samskonar till. væri áður fallin. En jeg verð að líta svo á, að svo mikill munur sje á tillögunum að efni til, að þessi till sje löglega fram borin.