13.03.1922
Efri deild: 19. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í B-deild Alþingistíðinda. (859)

57. mál, sveitarstjórnarlög

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg hygg, að háttv. nefnd hafi ekki athugað þetta frv. nægilega vel áður en hún ljet það frá sjer fara. Jeg fæ ekki betur sjeð en að fyrsta og þriðja málsgrein komi algerlega í mótsögn hvor við aðra og býst við, að háttv. deild verði að játa það, að jeg fer hjer með rjett mál, ef hún athugar frv. betur. Í fyrstu málsgrein stendur: „Þeir skulu greiða þar fult gjald eftir öllum efnahag sínum, nema —“ o. s. frv. En í þriðju málsgrein stendur: — „hreppsnefndin, þar sem eigandi fyrirtækisins á lögheimili, hefir þá engan álögurjett á þær — “ o. s. frv. Hjer sjá allir, að um beina mótsögn er að ræða, og slíkum lögum get jeg ekki ljeð fylgi mitt.