13.03.1922
Efri deild: 19. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 729 í B-deild Alþingistíðinda. (862)

57. mál, sveitarstjórnarlög

Sigurður Hjörleifsson Kvaran:

Mjer þykir þessi rökstudda dagskrá nokkuð snemma upp borin og sje enga ástæðu til þess við 1. umr. málsins. Jeg fæ ekki sjeð, að það sje nokkurt samræmi í því að vilja að stjórnin komi með frv. til breytingar á lögum á næsta þingi, en vilja svo ekki leyfa umræður um málið.

Af þessum ástæðum mun jeg ekki greiða dagskránni atkv. mitt. Jeg er þakklátur frsm. (G. Ó.) fyrir að hafa tekið til greina bendingar mínar. En það, að hann gerir lítið úr öðrum aðfinslum mínum við sveitarstjórnarlögin, mun stafa af því, að hann þekkir best heimahagana, en síður til í fjölmennum kauptúnum.

Atvinnurekstur manna hefir breytst mikið hin síðustu 17 ár; hreppsfjelögin hafa víða minkað stórum, en fjölmenn kauptún risið upp á öðrum stöðum, og þetta þarf alt að taka til nákvæmlegrar athugunar.